þriðjudagur, 25. maí 2004

Skrýtnir vinnufélagar

Þótt ég sé ekki gamall maður hef ég víða komið við. Mér finnst stórmerkilegt hvað ég hef unnið með mörgum furðufuglum á stuttum vinnuferli. Ég hef nánast eingöngu unnið útistörf: Gatnamálastjóri, Vinnuskólinn, Skógrækt Ríkisins o.fl. Eitt sumarið var drengur að vinna með mér sem var alltaf að skera sjálfan sig til blóðs með rifnum gosdósum, glerbrotum og öðru tiltæku. Skýringin sem hann gaf á þessari hegðun var: "Ja, þetta er í rauninni bara mín leið til að sjá að ég sé lifandi". Áttum við að svara: "Já, allt í lagi, þá er þetta alveg eðlilegt"? Menn þurfa að vera ansi lítilfjörlegir ef þeir þurfa að skera sig til blóðs til að sjá að það sé lífsmark með þeim. Gaurinn hikaði heldur ekkert við að skera á púlsinn, skar bara hvar sem er í handlegginn. Hvað ef honum hefði nú blætt út þegar hann skar of mikið í vinnunni? Áttum við þá að segja verkstjóranum næst þegar hann kæmi: "Já, hérna...Jóa blæddi út þegar hann var að gá hvort hann væri á lífi. Hann var á lífi en hann er víst dauður núna". Frekar dýr staðfesting á lífsmarki.

Þessi gaur fer langt með að vera skrýtnasti maður sem ég hef unnið með.

Annars verður maður í vinnu á bækistöð 4 í sumar annað árið í röð. Alls konar fuglar þar.