föstudagur, 20. ágúst 2004

Af illri nauðsyn

Í starfi mínu sem vinnumaður í sumar hef ég oft þurft að hafa samskipti við fóstrur á leikskólum eða leikskólakennara (sem er fallega fræðiheitið). Oft koma útköll frá leikskólum til okkar og okkar bíða verkefni á borð við að laga rólur eða negla spýtur. Leikskólakonurnar eru oft algjörar beyglur. Þær eru frekar, dónalegar og leiðinlegar. Margar þeirra láta líka sem þær sjái ekki þegar kastast í kekki milli barnanna. Það kemur þeim ekki við þótt börnin hárreyti hvert annað og lemji í slagsmálum um leiktæki. Þetta gildi að sjálfsögðu ekki um allar fóstrurnar, sumar eru öðlingar og gull af mönnum. Er skrýtið að mörgum krökkum þyki leiðinlegt á leikskóla þegar fóstrurnar eru svona andskoti leiðinlegar? Ég og vinir mínir strukum nú einu sinni af leikskóla þegar við vorum ungir af því að þar var ekkert fjör. 'Eg legg til að leikskólabeyglur verði reknar.

Krökkunum finnst mjög merkilegt þegar vinnumenn koma á leikskólann. "Hvað eruð þið að gera?" er spurning sem glymur þegar við mætum. Svo þarf alltaf að tilkynna okkur ýmislegt: "Ég á Nemo" "Pabbi minn er sköllóttur eins og þú" o.fl.