þriðjudagur, 3. ágúst 2004

Hrvatski

Nú er örstutt í að flugvél haldi með stóran hóp af vitleysingum til Króatíu. Ég verð í hópnum. Tólf laugardagar í röð verða hjá hópnum frá og með fimmtudegi. Ég vil minna fólk á að gera ekki væntingar því þá verða engin vonbrigði. Ekki þetta "Ooo, ég hlakka svo til!" kjaftæði. Rétti andinn er að halda að ferðin verði eins og tólf dagar í bíl með miðstöðina á mesta mögulegum hita og Rás eitt glamrandi í útvarpinu allan tímann. Ef fólk hugsar þannig verða engin vonbrigði. Þetta verður ömurleg ferð.

Svo má alltaf spyrja: Hver borgar rúmar sjötíuþúsund krónur fyrir að sitja í bíl með miðstöðina á fullu og Rás 1 glamrandi?

Væntingar = 0. "Þetta er rétti andinn strákar!" eins og knatsspyrnuþjálfarar segja.