þriðjudagur, 3. ágúst 2004

Svaraði kallinu

Vafaluast muna margir eftir dramtísku lagi sem Herbert Guðmundsson sendi frá sér fyrir þremur árum eða svo þar sem hann gólaði "Svaraðu kallinu..." o.s.frv.

Fyrr í sumar svaraði ég kalli Herberts og keypti ís í ísbúð sem hann rekur í Síðumúla undir nafninu Stikkfrí. Síðan þá hef ég svarað kallinu nokkrum sinnum og verslað þarna (Ég reikna með að Herbert hafi verið að kalla eftir viðskiptavinum í búðina). Herbert afgreiddi sjálfur í fyrstu tvö skiptin og var mjög þreytulegur að sjá. Ódýr og góð ísbúð. En fyrst ég minnist á ís er besti ís sem ég hef smakkað ítalski kúluísinn á Ís café, Suðurlandsbraut. Kiwikúlur eru bestar.

Árni Long er ferskur vinnumaður á bækistöð í Breiðholti sem var með mér í vinnuhóp í tvær vikur eða svo í sumar. Hann hefur sett tengil á síðu mína og launa ég það hér með.