Kvakandi sturlun
Ég verð eiginlega að geyma þá
kvakandi sturlun (eins og nafni minn kallaði það) sem kom fram í athugasemdum við síðustu færslu, þar sem
Salvör nokkur fór mikinn. Salvör þessi mun vera meðlimur Femínistafélagsins og hefur
barist gegn slagorði Yorkie:
NOT FOR GIRLS! og
líkt því við kynþáttafordóma. Hér koma athugsemdirnar og athugsemdir annarra fá að fljóta með upp á samhengið:
Kannski var stelpan femínisti og vill ekki kaupa vöru sem á svona ruddalegan hátt gerir lítið úr stelpum.
Salvör | Homepage | 01.22.06 - 4:13 am | #
--------------------------------------------------------------------------------
Hér eru nokkur klippiverk sem ég gerði úr Yorkie auglýsingum.
http://www.flickr.com/photos/salvor/sets/288067/ Salvör | Homepage | 01.22.06 - 4:15 am | #
--------------------------------------------------------------------------------
Ég efast reyndar um það. Annars finnst mér ótrúlegt að nokkur maður geti látið þetta slagorð fara í taugarnar á sér. Held að ýmis mál séu brýnari baráttumál fyrir femínista en svona kúkur og kanel, s.s. kjaramál. Þessi vara gerir ekki lítið úr stelpum á ruddalegan hátt heldur er þetta sett fram sem grín, sbr. þegar drengir í fótbolta segja hver við annan: "Ertu algjör kerling?".
Mér væri a.m.k. alveg slétt sama þótt ein sælgætistegundin hefði slagorðið: NOT FOR BOYS!
Guðmundur | Homepage | 01.22.06 - 8:49 pm | #
--------------------------------------------------------------------------------
Ég hef séð stelpu kaupa þetta einmitt afþví að það stendur "it's not for girls!". "Ég ætla sko bara víst að kaupa þetta" Greinilega mikil baráttukona.
Mási | 01.22.06 - 9:26 pm | #
--------------------------------------------------------------------------------
Ég hef alltaf skilið þessa auglýsingu sem grín að bæði óupplýstum karlmönnum og karlhöturum.
Hins vegar er þetta grín misheppnað og hugmyndin ekki úthugsuð þar sem kemur hvergi fram raunveruleg afstaða Nestlé og gæti þetta (og hefur) móðgað einhverja.
Hvort þessir einstaklingar hefðu átt að móðgast er annað mál en það eru til betri aðferðir til að leiðrétta óupplýsta og öfgafólk en að koma því í tilfinningalegt uppnám með þessum hætti.
Hvergi kemur fram hvað vakir fyrir handritshöfundi. Réttara væri að skrifa raunverulega afstöðu smáu letri en réttast að finna betri hugmynd að markaðssetningu.
Henrik | Homepage | 01.22.06 - 9:58 pm | #
--------------------------------------------------------------------------------
Held að tilgangi þeirra sé einmitt náð ef einhverjar stelpur kaupa þetta og segja "ég ætla bara víst að kaupa þetta". Fá upp svona uppreisnarsturlun í fólki.
Guðmudnur | Homepage | 01.22.06 - 10:34 pm | #
--------------------------------------------------------------------------------
Hvers vegna ætti raunveruleg afstaða Nestlé að koma fram? Þetta er sett fram sem grín og fólk verður bara að lesa út úr því það sem því sýnist. Grín er oftast ekki útskýrt sérstaklega, sbr. að brandarar verða lélegir þegar fólk þarf að útskýra þá sérstaklega.
Mér finnst ótrúlega vitlaust að lesa út úr þessu einhvers konar lítillækkun á stúlkum.
Guðmundur | Homepage | 01.22.06 - 10:41 pm | #
--------------------------------------------------------------------------------
Þetta er mjög úthugsuð auglýsingastefna sem notuð hefur verið í mörgum löndum og markhópurinn eru ungir strákar og það er markvisst verið að niðurlækka stelpur með þessari auglýsingu og höfða til óöryggis stráka. Ég safnaði saman upplýs. um það en kemst því miður ekki í það núna því femínistaspjallið er lokað, það var umræða þar um þetta.
Salvör | Homepage | 01.23.06 - 12:38 am | #
--------------------------------------------------------------------------------
Kannski skemmir það brandara fyrir einhverjum að útskýra hann en það að útskýra brandara ekki gerir ekki lélegan brandara fyndinn.
Henrik | Homepage | 01.23.06 - 1:29 am | #
--------------------------------------------------------------------------------
Ég hef einmitt alltaf litið á þetta sem grín að "karlmennskunni", trúi því ekki að nokkrum manni detti í hug að hann sé meiri karlmaður fyrir að vera með súkkulaðistykki. Mér finnst sú hugmynd niðurlægjandi fyrir mig sem karlmann.
Mási | 01.23.06 - 1:35 am | #
--------------------------------------------------------------------------------
Salvör, er þetta eitthvað grín að bera þetta saman við kynþáttafordóma eða ertu bara svona kvakandi sturluð?
Guðmundur P | Homepage | 01.23.06 - 1:50 pm | #
--------------------------------------------------------------------------------
Mér finnst það vera ótrúlegt að það sé til kvenmaður sem er nógu grunnhyggin til þess að ná að móðgast yfir svona aulabröndurum. Salvör, ertu grunnhyggin?
Jósep | 01.23.06 - 1:51 pm | #
--------------------------------------------------------------------------------
Opnar femínistaspjallið aftur? Ef svo er skal ég kynna mér það ef það er þínum málstað til framdráttar. Að öðru leiti hef ég sagt það sem ég hef að segja um þetta mál.
Guðmundur | Homepage | 01.23.06 - 5:27 pm | #