fimmtudagur, 5. janúar 2006

Tvær góðar

Myndirnar Green Street Hooligans og King Kong eru báðar mjög góðar. Í þeirri fyrrnefndu leikur Elijah Wood aðalhlutverkið og til að byrja með var erfitt að átta sig á því vegna þess að ég sá bara Frodo Baggins. "Ha? Frodo Baggins í flugvél". En svo lagaðist það eftir því sem á leið myndina. Hún fjallar um kengruglaðar fótboltabullur sem buffa aðrar bullur til skemmtunar. Fótboltinn er aukaatriði, aðalatriðið er að hitta geðsjúklinga sem styðja aðra klúbba og lúskra á þeim. Wood er dreginn inn í eitt gengið og gerist ofbeldisdólgur með hinum og kynnist hörðum heimi. Þessi mynd stuðaði mig. Fantavel leikin. Gef henni 9,4 í einkunn.

King Kong er eins og allir vita endurgerð á gömlum slagara, frá Peter Jackson. Fínasta mynd. Að vísu hafði ég eitthvað smávægilegt við hana athuga en ég er búinn að steingleyma hvað það var. Einkunn: 9,2