miðvikudagur, 11. janúar 2006

Lærdómsgölturinn

Það verða væntanlega færri færslur hér fram að vori. Einkunnir mínar á jólaprófum gáfu til kynna að ég skildi eftir nóg pláss til að bæta mig, svo ég noti lítt yfirþyrmandi orðalag.

Ég hef komist að því að námstækni mín og skipulag hingað til hefur verið á við námstækni leikskólabarns. Þess vegna hef ég garfað í námstæknifræðum undanfarið og gengur bara þó nokkuð vel að temja mér þau, a.m.k. núna til að byrja með. Árangurinn á hins vegar eftir að koma í ljós. En skipulagning heimanáms, glósugerð og einbeiting verður aukin svo eitthvað sé nefnt.

Markmið:

Að fá 7,0 eða hærra í stúdentsprófseinkunn í stærðfræði.