mánudagur, 12. júní 2006

Partý

Á laugardagskvöldið var Mási með fínasta vinnupartý. Betra en fyrsta vinnupartý sumarsins, sem var um síðustu helgi. Líklega munu þau fara stigbatnandi eftir því sem á líður sumarið. Eftir partýið var rambað niður í bæ á Barinn. Þar var þó nokkuð góð stemming eins og í fyrri skipti. Iðandi líf var á götunum og flestir í sveiflu. Elvis er greinilega ekki dauður og lét sig ekki vanta. Þvaðraði hann einhverja vitleysu.

Á Austurvelli hitti ég síðan gamla félaga ofan úr sveit sem ég hafði ekki séð í a.m.k. fimm ár held ég. Gríðarleg stemming, rætt um gamla tíma og slíkt og fólkið í sveitinni og heima og geima.

Skemmtilegasta bæjarferð lengi, að vísu var bæjarferðin á útskriftarkvöldið líka frábær.

Tékkar mæta sterkir til leiks á HM. Sigurkandídatar? Nei. Svíar sigra. Sú spá stendur óhögguð þar til annað kemur í ljós.