þriðjudagur, 13. júní 2006

Siður

Ég hef þann undarlega sið að þegar ég þarf að gera eitthvað ákveðið á netinu, gleymi ég því og fer að vafra eitthvað allt annað. Dæmi: Ég kveiki á tölvu og hyggst fara í einkabankann. Atburðarásin verður þessi:
  1. Kveiki á tölvu.
  2. Fer á net.
  3. Fer inn á fotbolti.net og skoða blogg, vafra síðan áfram einhverja vitleysu og veit ekkert hvað ég er að gera.
  4. Slekk á tölvu.
  5. Man nokkrum mínútum síðar að erindið var að fara í einkabankann.

Ef ég ætti að gefa sjálfum mér ráð til að bæta úr þessu, segði ég: "Einkabanki gengur fyrir, svo hitt". Þetta voru netheilræði dagsins.