Nauðsyn nútímatækni
Nútímamenn gera sér grein fyrir hve nútímatækni er nauðsynleg. Engum dettur í hug að hann geti lifað án farsíma, tölvu, sjónvarps, MySpace, MSN eða annarra nútímahluta sem halda lífi í mönnum nú til dags. Þegar einhver spyr: "Hvernig lifði fólk án GSM síma áður fyrr?" er eins og enginn muni það. Það verður fátt um svör. Fólk kemst að lokum að þeirri niðurstöðu að sennilega hafi líf ekki þrifist á plánetunni fyrir daga þessara hluta.Dæmi: Pési spyr afa sinn: "Hvernig lifði fólk af í gamla daga án GSM, internetsins, msn, MySpace, fellihýsa og daglegra frétta af afrekum Paris Hilton?". Afi hans verður grafalvarlegur á svipinn og starir á hann í hálfa mínútu án þess að segja nokkuð. Svarar að lokum, lágri ógnandi röddu: "Lofaðu að spyrja aldrei um þann tíma aftur!"
|