laugardagur, 16. júní 2007

Niðri í bæ

Fór í bæinn í gærkvöldi í fyrsta sinn síðan reykingabannið (eða forræðishyggjan eins og sumir kjósa að kalla það) tók gildi. Hef verið með hálsbólgu undanfarna daga og áfengir drykkir í bland við slíkt hafa aldrei þótt sterkur leikur. Fékk bullandi viskírödd mjög fljótlega, hefði samt án efa verið verra ef reykingar væru enn leyfðar.

Ég man ekki hver útgangspunkturinn og þungamiðjan áttu að vera í þessari færslu. Því síður hvað átti að draga vagninn. Þá enda ég þetta bara hér.