Liverpool - Chelsea
Rob Styles dómari ætti líklega að fá rauða spjaldið fyrir frammistöðu sína í leik Chelsea og Liverpool í gær. Vítaspyrnudómur hans í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool breytti augljóslega niðurstöðu leiksins, þar sem um var að ræða brot Chelsea-manns á Liverpool manni í teig Liverpool en ekki öfugt. En hann lét sér það ekki nægja, því nokkru síðar neitaði hann að hafa gefið Essien hans annað gula spjald í leiknum sem venjulega þýðir brottvísun, sem hann hafði þó gert og myndavélar geta staðfest. Hann var bara að teygja sig fyrir framan Essien og hélt óvart á spjaldinu um leið, er það ekki? Spjaldið sagði hann hafa verið ætlað John Terry. En Terry þykir ekki mjög líkur Essien svo þetta hljómar ansi hjákátlega.Dómarar eru vissulega hluti af leiknum en stundum fer þetta út fyrir velsæmismörk. Skyldi Enska knattspyrnusambandið gera eitthvað í þessu?
Hitt er annað mál að Liverpool áttu að vera búnir að gera út um leikinn þegar gloríur dómarans gerðust æ verri, enda mun betri í þessum fjöruga leik.
|