mánudagur, 8. desember 2008

Losun

Fór í fyrsta próf í morgun. Gekk svona sæmilega held ég, en ég var reyndar mjög þreyttur og mátti berjast við að halda mér vakandi á köflum. Of lítill svefn gæti verið ein ástæða. Önnur ástæða gæti verið að ég fékk úthlutað sæti fremst, borðið var beint á móti borði annarrar yfirsetukonunnar, sem er ekki það sem maður hefði valið ef maður hefði fengið að ráða. Nema hvað, ég hef þessa yfirsetukonu grunaða um að hafa nýtt vannýttar losunarheimilidir á meðan á prófi stóð. Að minnsta kosti gossaði tvisvar upp hrikaleg fýla svo lá við eitrun og yfirliði, að ekki sé minnst á truflun á einbeitingu. Losunin var hljóðlaus eins og gefur að skilja, svo þetta var eins glæpsamlegt og hægt var.