Jólabækurnar
Jólabækurnar eru auglýstar grimmt í sjónvarpinu. Auglýsingar eru yfirleitt ætlaðar til þess að segja fólki hvers vegna það eigi að kaupa vöruna. Fólk spyr: "Hvers vegna ætti ég að kaupa þessa vöru?" og auglýsingin svarar því. Í bókaauglýsingum í sjónvarpi er rökstuðningurinn fyrir kaupum gjörsamlega skotheldur.
Svo spyr maður sig...
Hvers vegna ætti ég að kaupa þessa vöru?
Svar: "Ég skal vera grýla. Margrét Þrastardóttir hefur ósjaldan migið í saltan sjó og hún hefur aldrei verið hrædd við að vera grýla" [kjánalegt stef er leikið undir]
...Já, þú skalt vera grýla en ég kaupi ekki bókina.
|