Leikhús
Fór í leikhús í gærkvöldi á Sumarljós, sem fjallar um líf í þorpi úti á landi. Þetta er óttalegt rugl en þó er einhver söguþráður. Of mikið er af uppfyllingaratriðum sem gera ekkert fyrir söguna, einnig er mikið af misheppnuðu gríni.
En það var líka slatti af góðu gríni, einkum frá Eggerti Þorleifssyni, sem stal senunni og var óumdeilanlega bestur í sýningunni, sérstaklega sem elliær fyrrum stjórnmálamaður sem virtist vera blanda af Halldóri Ásgrímssyni, Ólafi F, Guðna Ágústssyni og Steingrími Hermannsyni.
Tvær og hálf stjarna af fimm fyrir þetta. Nett klént.
|