Snilldarlausn!
Að láta gamlingja á Grund greiða fyrir Icesave sukkið og annað sukk í sama dúr.
Það var að minnsta kosti það sem manni datt í hug að ætti að gera þegar fram kom í tíufréttum Sjónvarpsins í kvöld að gjald manns fyrir kjallaraherbergi á Grund sem hann þarf að deila með öðrum manni hefði um áramót hækkað um 110% eða úr 99.000 í tæp 210 þús. Svörin sem fengust frá Tryggingastofnun voru að reglur hefðu breyst um áramót þannig að tekið væri að öllu leyti tillit til tekna viðkomandi á liðnu ári, en ekki að hluta til eins og áður. Sjá hér.
Þetta er samt týpísk ákvörðun þar sem engin svör fást nema einhver þvæla og enginn veit hver stendur fyrir, hver vísar á annan.
Látum liggja milli hluta að hækkunin sé hlutfallslega mikil, en 210 þúsund fyrir kjallaraherbergi á Grund sem deilt er með öðrum er algjört kjaftæði, jafnvel þótt einhver þjónusta sé innifalin.
|