þriðjudagur, 5. maí 2009

Sami maðurinn?

Adam West er borgarstjóri í teiknimyndaþáttunum Family Guy. Ég get ekki að því gert að mér finnst hann minna ískyggilega mikið á Ólaf F., sem var borgarstjóri í Reykjavík fyrir ekki margt löngu. Ég er ekki frá því að persónan West sé byggður á Ólafi. Nokkuð sérstakur svona.

Adam West


Ólafur F.

Meira að segja báðir með rautt bindi. Þessi West verður líka skemmtilegri ef maður sér hann alltaf sem Ólaf.