Er enginn að afgreiða hérna?!
Fréttablaðið birti þessa mynd með frétt á föstudaginn. Fréttin var um þátt á sjónvarpsstöð Ingva, ÍNN, sem búið er að leggja af eða leggja í bleyti eða eitthvað. Fljótt á litið virðist myndin ekki koma fréttinni við að öðru leyti en því að þetta er Ingvi...með tómt vínglas í hönd. Niðurstaðan á kaffistofunni í vinnunni var sú að Ingvi væri að senda lesendum fréttarinnar skilaboðin "Er enginn að afgreiða hérna?! Glasið mitt er tómt!" eins og glögglega má sjá á svipnum.
|