Jón drekkur Bónus-pilsnerinn beint úr dósinni. Hvað gerir þú?
Krónan selur mikið af vörum undir merkjum First Price, framleiðanda sem reynir að selja ódýrari vörur, svipað og Euroshopper. First Price brydda hins vegar upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að láta fólk sitja fyrir á myndum sem prýða umbúðirnar. Hér eru nokkur dæmi:
Dæmi hver fyrir sig hversu kjánalegt þetta er. Fólkið á myndunum fékk fyrirmælin "Sýndu hvernig varan er notuð, horfðu í myndavélina og brostu út fyrir."
Svokallaðir útrásarvíkingar Íslands hafa beðið álitshnekki meðal almennings. Þá vantar leið til þess að byggja upp ferilinn á ný, endurreisa orðstír sinn og stolt. Fyrsta skrefið gæti verið að sitja fyrir á matvöruumbúðum. Þessar myndir koma strax upp í hugann:
- Hannes Smárason að raka sig.
- Jón Ásgeir að drekka Bónus - pilsner.
- Sigurjón Árnason að borða hnetusmjör.
- Bjarni Ármanns að útbúa eggjaköku.
Robert Mugabe byrjaði sem fyrirsæta á sjampóbrúsa, sjáið hvar hann er í dag.
|