fimmtudagur, 12. apríl 2007

Bein útsending

Um daginn keypti ég danskt Rivo kaffi á 99 kr. í Krónunni. Nú ætla ég að smakka kaffið í beinni útsendingu á meðan ég skrifa þessa færslu.

  1. Óhefðbundin lykt kaffisins fangar strax athygli mína. Til öryggis hef ég skál við höndina á meðan smökkun fer fram.
  2. Ég dreypi á kaffinu úr bollanum. Ógeðslega rammt bragðið fangar strax athygli bragðlaukanna.
  3. Kaffið fær ekki að rata ofan í maga, heldur í skálina sem reyndist góður gripur í þessari tilraun.
Niðurstaða: Rivo kaffi er bragðvont og rammt.
Einkunn: 4,0.

2.tilraun - Rivo kaffi með kaffirjóma.
Önnur tilraun felst í að bæta kaffirjóma út í áður en dreypt er á drykknum. Niðurstaðan reynist nú vera drykkjarhæft kaffi. Kaffirjómi virðist því gera varla drykkjarhæft kaffi drykkjarhæft.

Einkunn: 6,5.