sunnudagur, 22. apríl 2007

Wilson Muuga

Flutningaskipið Wilson Muuga hefur nú verið dregið af strandstað á Hvalsnesi. Í fréttum hefur komið fram að fjórir hefðu áhuga á að kaupa skipið. Fréttahaukum láðist að nefna áhuga minn á þessum eigulega grip, hugsanlega vegna takmarkaðra fjárráða og lítilla umsvifa í viðskiptalífinu hingað til.

Gefum okkur að ég hefði fulla vasa fjár og ætti hæsta boð í skipið góða. Þá væru eftirfarandi möguleikar inni í myndinni:
  • Geyma skipið úti í garði og láta það ryðga. Útilokað -> lítill garður.
  • Kaupa jörð undir skipið, lappa upp á það og hafa einhvers konar starfsemi þar innan borðs, s.s. veitingastað, útsýnispall, álver, olíuhreinsistöð eða túristagildru.
  • Fá skipsstjórnarréttindi og sigla á skipinu yfir heimshöfin án þess að vitað nokkuð hvert förinni væri heitið.
  • Breyta skipinu í gamaldags sjóræningjaskip og auglýsa eftir áhugasömum til að vera í áhöfn. Það væri atvinnuskapandi eins og annar kosturinn.