fimmtudagur, 26. apríl 2007

Tilraunastarfsemi

Spá mín reyndist röng um leik Man. U. og Milan. Ástæðurnar voru einkum tvær, í fyrsta lagi nýttu Milan menn sér ekki vængbrotna vörn Utd. sem skyldi og í öðru lagi misstu þeir tvo lykilmenn í meiðsli þegar mest á reyndi í leiknum. Raunar var spá mín um úrslit í leik Chelsea og Liverpool í gærkvöldi líka röng, þótt hún hafi ekki birst hér. Þá dreg ég þá ályktun að ég sé vanhæfur til að spá fyrir um úrslit leikja í undanúrslitum Meistaradeildar.

Að því sögðu ætla ég að spá Chelsea 3-0 sigri gegn Liverpool á Anfield í næstu viku, í síðari leik liðanna. Svo vona ég að sjálfsögðu að sú spá reynist kolröng.