Fíflagangur
Fáir hafa sjálfsagt tekið eftir að búið er að tilkynna úrslit í nafnasamkeppninni um Háskólatorg I og II auk tengibyggingar, á lóð Háskóla Íslands. Í frétt um málið á heimasíðu skólans segir að Háskólatorg I hlýtur nafnið Háskólatorg, en 15 manns stungu upp á því nafni. Einn heppinn var dreginn úr hópnum og fær 100.000 kr. í verðlaun.Nú hlýtur sú spurning að vakna, til hvers var samkeppni um nafn á Háskólatorg I, ef nafnið Háskólatorg er síðan valið?
Hvar liggur snilldin? Var dómnefndin gjörsamlega bergnumin yfir snilli þessara 15 manns sem fengu þá flugu í höfuðið að senda inn vinnuheitið, en sleppa númerinu aftan við?
|