mánudagur, 10. desember 2007

Velvakandi

Jólabækur eru auglýstar grimmt í ljósvakamiðlum. Vakið hefur athygli ný bók úr seríunni Dagbók Berts. Slíkar bækur voru vinsælar á árum áður hjá "kókópöffskynslóðinni" eins og íþróttakennarinn kallaði bekkinn minn einn daginn þá við lítinn fögnuð viðstaddra.

Kunna höfundarnir sér ekki hóf? Ætla þeir aldrei að hætta þessu? Hvar endar þetta?

Bókaauglýsing árið 2050?:

  • "Bert er orðinn sjötugur og sveittur á elliheimili en hefur engu gleymt. Gamli grallarinn hefur aldrei verið betri."