mánudagur, 10. desember 2007

Vinnukonugripin

Á fimmtudaginn lauk ég 11 vikna gítarnámskeiði hjá Ólafi Gauki, miklum meistara. Námskeiðið kallast forþrep og er fyrir algjöra nýgræðinga. Á námskeiðinu hef ég lært að spila tólf "vinnukonugrip" og glamra slatta af lögum með þeim.

Hvaðan skyldi fyrirbærið vinnukonugrip vera komið?
Á vetrarsíðkvöldum í gamla daga sat heimilisfólkið stundum inni í torfbænum og nartaði í súrt slátur og ábrysti. Þess á milli mátti heyra saumnál detta og fólkið mændi tómum augum út í náttmyrkrið. Einmitt þá rauf vinnukonan á bænum þögnina með orðinu "JÆJA!", reif upp gítarinn og spilaði Fyrr var oft í koti kátt og fleiri slagara með vinnukonugripunum til þess að rífa upp stemminguna.