sunnudagur, 16. desember 2007

Hræðilegt líf áður fyrr

Fyrir ekki svo löngu fannst stórkostlegt skólaverkefni frá mér síðan ég var 10 ára. Kennarinn lagði fyrir það verkefni í samfélagsfræði að taka viðtal við afa eða ömmu með stöðluðum spurningum sem hann hafði samið. Verkefnið hét Hvernig var lífið hér áður fyrr? Ég tók viðtal við ömmu. Þetta tvennt stóð upp úr:

Hvernig skemmti fólk sér?
"Jólaball var haldið fyrir börnin."
Tilkomumikið.

Eftirminnilegur atburður úr æsku?
"Amma var send í sveit 6 ára og átti að vera í eitt ár en þegar föðursystir hennar ætlaði að ná í hana var afleggjarinn að bænum fullur af vatni þá þurfti amma að vera þar þangað til hún var 22 ára en hún þekkti fólkið á bænum ekki neitt."

Tekið skal fram að ég skildi ekki alveg lýsingu hennar á atburðinum svo vafasöm túlkun mín fléttast inn í svarið. Ég sé fyrir mér hvernig líf hennar hefur verið í þessi 16 ár á bænum hjá ókunnuga fólkinu. Hvern einasta dag hefur hún vaknað, farið fram og séð eitthvað ókunnugt lið (hitt heimilisfólkið) og bara eitthvað "wtf?".