Eurovision
Eurovision virðist vera að færast frá því að vera fyrst og fremst vondulagakeppni, yfir í að vera strippkeppni. Sigurlagið í ár var klárlega ekki gott lag, en söngvarinn tók nett stripp sem hefur væntanlega reddað slurk af atkvæðum kvenna. Konur eru sennilega 60-70% þeirra sem kjósa í símakosningunni, og þar með var sigur Rússa tryggður. Það var einmitt þetta sem kvenstripparar kepninnar, sem voru meirihluti keppenda, klikkaði á, þ.e. að kvenatkvæði eru líkast til fleiri og sá markhópur þar með stærri. Svo spilaði inn í að þar var samkeppnin meiri, þær voru svo margar. Og Grikkland, hvað var það? Hvergi var til sparað í samfarasveiflunum á sviðinu. Lélegt lagið var algjört aukaatriði.
Annars fannst mér finnska lagið bera af í keppninni. Fínt rokklag, betra en sigurlag Lordi, en engir rosalegir búningar, sem hefur sennilega spillt fyrir þeim. Hvaða álit sem fólk kann að hafa á íslenska laginu eða flytjendum þess, er ekki hægt að gagnrýna flutninginn, því hann var 100% og það er meira en segja má um suma hinna kependanna.
|