laugardagur, 31. maí 2008

Hvít húfa

Systir mín útskrifaðist sem stúdent úr MH um síðustu helgi. Hún er rétt rúmum fjórum árum yngri en ég, en útskrifaðist sem stúdent núna tveimur árum á eftir. Ef þetta heldur svona áfram tekur hún fram úr mér áður en langt um líður. Ég get þá huggað mig við það að kannski verður hún komin langt fram úr mér á gamals aldri og fer á undan á elliheimilið.

Þessi mynd náðist í veislunni.

Frá vinstri: Ég, amma, Nína, afi.