fimmtudagur, 9. október 2008

Ljósir punktar

  • Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ég féll naumlega á TOEFL enskuprófinu í desember, en það er ein forsenda þess að komast í flesta enskumælandi háskóla. Ef ég hefði náð prófinu, væri ég að líkindum í skiptinámi í Kanada núna, en eins og flestir vita eru íslenskir námsmenn erlendis í vondum málum þessa dagana.
  • Valkostum fyrir ungt fólk fækkar á komandi misserum, með gjaldþrotum fyrirtækja o.fl. Færri valkostir þýða auðveldara val.
  • Ég þurfti að afskrifa hlutabréf í íslenskum banka í vikunni eins og þúsundir annarra Íslendinga og auðjöfur frá Mið-Austurlöndum. Finn reyndar ekkert sérstaklega jákvætt við það. En mér yfirsést eflaust eitthvað.