Íslendingar dottnir út á HM með sorglegu tapi fyrir Spánverjum. Þetta var eiginlega algjör óheppni. Það er ekki spurning. Svo þegar örfáar mínútur voru eftir fór boltinn upp í stúku og Íslendingar áttu innkast. Þá voru verulega illkvittnir áhorfendur á bandi Spánverja uppi í stúku sem ætluðu þá bara ekkert að láta Óla hafa boltann til þess að hann gæti tekið innkastið. Svo voru þau bara að hlæja að honum og hinum Íslendingum. Þetta var þessu fólki alls ekki til sóma. En Íslendingar fengu tvö eða þrjú tækifæri til að komast yfir sem þeir klúðruðu. En þeir voru eins og alltaf sorglega nálægt þessu. Dagur náði sér alls ekki á strik í dag og Patrekur hefur oft leikið betur. En ef litið er á björtu hliðarnar má sjá eitthvað gott í þessum leik. Sérstaklega það að Íslendingar skoruðu tvö mörk í röð tveimur færri og Spánverjar ekkert. En ég verð líka að viðurkenna að þessi Dutsjebajev hjá Spánverjum fór á kostum. Það var magnað að sjá beygði sig niður á hlið í næstum 90° horn og skoraði.
Geir Magnússon hefur verið nokkuð góður í lýsingum á leikjunum. Þó var einn galli á gjöf Njarðar: Geir saði alltaf þegar spænski marmaðurinn varði: "Hann nær að verja" í staðinn fyrir "hann ver" og þegar Spánverjar skoruðu var það alltaf: "Þeir ná að skora" Það var eins og það væri alltaf ótrúlegt að Spánverjar skoruðu. "Ha? Þeir ná að skora" en það var að sjálfsögðu alltaf sjálfsagt mál að Íslendingar skoruðu að mati Geirs. Það kemur alltaf ýmislegt spaugilegt út úr íþróttalýsunum þegar þeir eru að lýsa spennandi kappleikjum.
fimmtudagur, 30. janúar 2003
miðvikudagur, 29. janúar 2003
Hálfleikur í Ísland-Pólland
Jább, hálfleikur í leik íslands og Póllands í handbolta og Pólverjar þremur mörkum yfir. Það gefur enann veginn rétta mynd af leiknum og það verður að segjast alveg eins og er að dómarinn er algjört fífl. Maðurinn er augljóslega hlutdrægur. Pólverjarnir hafa slegið Íslendingana í andlitið hvað eftir annað án þess að nokkuð væri dæmt. En svo hefur dómarinn aftur á móti tekið hart á smávægilegum brotum Íslendinga. En ég er bjartsýnn á seinni hálfleik og trúi að Íslendingarnir vinni. Dagur er loksins kominn í gang og hefur sett fjögur mörk með þrumuskotum utan af gólfi. Svo þarf bara að fá tröllkarlinn Fúsa froskagleypi (Sigfús Sigurðsson) almennilega í gang og þá verður þetta pottþéttur sigur Íslendinganna.
þriðjudagur, 28. janúar 2003
mánudagur, 20. janúar 2003
HM í handbolta er hafið. Íslendingar voru rétt í þessu að vinna Ástrali með fjörtíu marka mun. Þegar það voru u.þ.b. tíu mínútur eftir af leiknum voru íslendingar þrjátíu mörkum yfir og þá fór rafmagnið af. Það hefur sennilega bara verið einhver áhorfandi á bandi Ástrala sem var orðinn pirrraður, fór og fann rafmagnstöfluna, og tók helvítis rafmagnið af. Þetta er stærsti sigur Íslendinga í handbolta frá upphafi að mér skilst. Enda voru Ástralar með eindæmum lélegir.
Ræðulið 4.B keppti í dag við ræðulið 6.U og það var nokkuð góð keppni þar sem Halli sprengdi blöðru og kastaði Snickers-stykkjum, Steindór spýtti út úr sér vatni og fleira hressandi var á boðstólnum. 4.B vann verðskuldaðan sigur. Það er alveg gefið.
fimmtudagur, 16. janúar 2003
Öll dýrin í skóginum á fylleríi
Heimur versnandi fer. Það er alveg gefið. Það er mjög skemmtileg frétt í Fréttablaðinu í dag (16.jan). Hún fjallar um fugla í Svíþjóð sem hafa flogið á glugga háskólans í Karlstad undanfarna daga og drepist. Ástæðan fyrir þessari hegðun fuglanna var einföld: herfilegt fyllerí. Já, fuglar fara líka á fyllerí þótt ótrúlegt megi virðast. Það var þó ekki áfengi sem fuglarnir komust í heldur gerjuð ber (sem eru reyndar bullandi áfeng). Þetta hafa fuglarnir ákveðið í sameiningu. Já, nú skyldi sko sletta ærlega úr klaufunum og fara á ókeypis fyllerí (hljómar eins og íslenskt fólk). En það fór úr böndunum hjá þeim eins og gerist stundum og endaði illa. Hinir fuglarnir sem létu ekki plata sig í svona vitleysu nýta þetta í forvarnir handa ungunum sínum: "Þarna sjáiði hvernig fer þegar áfengi er haft um hönd, og það í óhófi". Svo eru örugglega nokkrir fuglar sem eru fúlir yfir því að hafa ekki komist í veigarnar. Mér þykir leitt að tilynna þeim fuglum að berin eru búin. Annars er eitt sem ég var að velta fyrir mér. Ef menn keyra fullir eru þeir sviptir ökuleyfi. Er ekki bara best að svifta sænska fuglafyllirafta flugleyfinu?
Svo var í nýliðnum desembermánuði annað vandamál með drukkin dýr.(Hvar endar þetta?). Það voru elgirnir í Noregi sem voru staðnir að verki við að gæða sér á gerjuðum eplum. Svo hlupu þeir blindfullir út á vegi og urðu í mörgum tilfellum fyrir bíl. Það verður að fara að opna sérdeild á Vogi fyrir áfengissjúk dýr. Það er deginum ljósara.