mánudagur, 20. janúar 2003

HM í handbolta er hafið. Íslendingar voru rétt í þessu að vinna Ástrali með fjörtíu marka mun. Þegar það voru u.þ.b. tíu mínútur eftir af leiknum voru íslendingar þrjátíu mörkum yfir og þá fór rafmagnið af. Það hefur sennilega bara verið einhver áhorfandi á bandi Ástrala sem var orðinn pirrraður, fór og fann rafmagnstöfluna, og tók helvítis rafmagnið af. Þetta er stærsti sigur Íslendinga í handbolta frá upphafi að mér skilst. Enda voru Ástralar með eindæmum lélegir.

Ræðulið 4.B keppti í dag við ræðulið 6.U og það var nokkuð góð keppni þar sem Halli sprengdi blöðru og kastaði Snickers-stykkjum, Steindór spýtti út úr sér vatni og fleira hressandi var á boðstólnum. 4.B vann verðskuldaðan sigur. Það er alveg gefið.