miðvikudagur, 29. janúar 2003

Hálfleikur í Ísland-Pólland
Jább, hálfleikur í leik íslands og Póllands í handbolta og Pólverjar þremur mörkum yfir. Það gefur enann veginn rétta mynd af leiknum og það verður að segjast alveg eins og er að dómarinn er algjört fífl. Maðurinn er augljóslega hlutdrægur. Pólverjarnir hafa slegið Íslendingana í andlitið hvað eftir annað án þess að nokkuð væri dæmt. En svo hefur dómarinn aftur á móti tekið hart á smávægilegum brotum Íslendinga. En ég er bjartsýnn á seinni hálfleik og trúi að Íslendingarnir vinni. Dagur er loksins kominn í gang og hefur sett fjögur mörk með þrumuskotum utan af gólfi. Svo þarf bara að fá tröllkarlinn Fúsa froskagleypi (Sigfús Sigurðsson) almennilega í gang og þá verður þetta pottþéttur sigur Íslendinganna.