Íslendingar dottnir út á HM með sorglegu tapi fyrir Spánverjum. Þetta var eiginlega algjör óheppni. Það er ekki spurning. Svo þegar örfáar mínútur voru eftir fór boltinn upp í stúku og Íslendingar áttu innkast. Þá voru verulega illkvittnir áhorfendur á bandi Spánverja uppi í stúku sem ætluðu þá bara ekkert að láta Óla hafa boltann til þess að hann gæti tekið innkastið. Svo voru þau bara að hlæja að honum og hinum Íslendingum. Þetta var þessu fólki alls ekki til sóma. En Íslendingar fengu tvö eða þrjú tækifæri til að komast yfir sem þeir klúðruðu. En þeir voru eins og alltaf sorglega nálægt þessu. Dagur náði sér alls ekki á strik í dag og Patrekur hefur oft leikið betur. En ef litið er á björtu hliðarnar má sjá eitthvað gott í þessum leik. Sérstaklega það að Íslendingar skoruðu tvö mörk í röð tveimur færri og Spánverjar ekkert. En ég verð líka að viðurkenna að þessi Dutsjebajev hjá Spánverjum fór á kostum. Það var magnað að sjá beygði sig niður á hlið í næstum 90° horn og skoraði.
Geir Magnússon hefur verið nokkuð góður í lýsingum á leikjunum. Þó var einn galli á gjöf Njarðar: Geir saði alltaf þegar spænski marmaðurinn varði: "Hann nær að verja" í staðinn fyrir "hann ver" og þegar Spánverjar skoruðu var það alltaf: "Þeir ná að skora" Það var eins og það væri alltaf ótrúlegt að Spánverjar skoruðu. "Ha? Þeir ná að skora" en það var að sjálfsögðu alltaf sjálfsagt mál að Íslendingar skoruðu að mati Geirs. Það kemur alltaf ýmislegt spaugilegt út úr íþróttalýsunum þegar þeir eru að lýsa spennandi kappleikjum.
fimmtudagur, 30. janúar 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|