Fótatak
Ég var að labba úr Smáranum í gær eftir miðnætti. Ekki voru margir á ferli. Skyndilega heyrði ég fótatak fyrir aftan mig. Ég gekk áfram. Fótatakið fyrir aftan mig magnaðist. Þá fór ég að labba hraðar. Það gat þess vegna verið einhver morðóður geðsjúklingur fyrir aftan mig. Hvað veit ég? Það er nóg að geðveiku liði þarna úti. Það var reyndar frekar líklegt að þetta væri morðóður geðsjúklingur. Enn jókst fótatakið. Geðsjúklingurinn var væntanlega kominn með stóra öxi á loft núna og sem hann hyggðist höggva mig með við fyrsta tækifæri. Ég gekk hraðar og hárin á höfðinu risu. Ég er reyndar ekki með nein hár á höfðinu því ég er snoðaður, en ímynduð hár á höfðinu risu. "Excuse me" heyrðist þá. Ég ákvað þá að stoppa. Ekki það að svona brjálæðingar geti ekki sagt "Excuse me". En ég ákvað samt að stoppa. Ég leit aftur. Þar var enginn brjálæðingur, bara meinleysislegur útlendingur. Hann kom síðan og spurði mig til vegar. "What is the best way to downtown Kópavogur?". Ég sagði honum það eftir bestu getu. Eru þá ekki allir sáttir?Kannski hefur maður séð of margar hryllingsmyndir.