miðvikudagur, 2. júní 2004

Fótbolti, bjór og reykingabann

Ég prófaði um daginn í fyrsta sinn að leika knattspyrnu undir áhrifum áfengis. Ég skoraði eitt mark og skaut oft fram hjá.

Nú er íslenski fótboltinn kominn á skrið. Ég fór á Fram-ÍA um daginn og var afar hressandi að sjá sína menn leggja Framara að velli. Fram kemur reyndar sterkara til leiks en síðustu ár með Ríkharð og Þorvald Makan og færeying. Þeir verða samt ekki meistarar. Tippa á ÍA að venju. Það er alltaf gaman að heyra í grínurum sem mæta á völlinn: "Gefðu boltann fíflið þitt!" "Út á kantinn!" "Ertu kerling?!". Eins og leikmenn fari eftir því hvað fávísir áhorfendur segja. Það er rosalega létt að sitja uppi í stúku og vera smákóngur og kalla menn illum nöfnum. Það var gaman að heyra þegar einn karlinn í áhorfendaskaranum dustaði rykið af konuröddinni og kom fyrirmælum til leikmanns. Þvílíkur grínari. Það er allt annað að kalla dómarann illum nöfnum, ég get vel skilið það enda hef ég gert það sjálfur. En að þykjast vera þjálfari og öskra á leikmenn er asnalegt.
Hvað er öskrað á leikjum í kvennaknattspyrnu?: "Ertu karl?!"

Ég er hlynntur því að reykingabann verði sett á veitinga- og skemmtistaði. Samúð mín með reykingamönnum er engin.