föstudagur, 4. júní 2004

Dúndrandi partý í heila viku

Þeir sem sáu mig við Mjódd áðan með kassa í tugatali frá Vínbúðinni hafa líklega sagt við sjálfa sig: "Já nú verður sko partý hjá Guðmundi". Að maður tali nú ekki um þegar ég kom skömmu seinna með annað eins magn kassa úr apótekinu. "Já, nú verður strákurinn sko með partý í heila viku, þar verður ölið ekki sparað og ekki læknadópið heldur".

Ég verð að hryggja þá sem héldu að svakalegt vikupartý væri í vændum. Kassarnir voru allir tómir. Þeir verða notaðir í flutninga.