föstudagur, 4. júní 2004

Sjónvarps- og útvarpsfólk lendir alltaf reglulega í því að vita ekki að útsending sé í gangi. Þá heyrist oft og sést e-ð spaugilegt. Ég er alltaf að bíða eftir því að Jóhanna í Íslandi í dag reki fúlt við og ropi hátt í útsendingu og hlæji síðan vandræðalega og segi: "afsakið, ég vissi ekki að ég væri í útsendingu". Það gæti verið hressandi.