laugardagur, 3. júlí 2004

Hakkavél

Nú er skólaárið liðið og ég náði prófum. Sumir tóku bekk í annað sinn og náðu ekki prófum. Þeir eru í vondum málum og þurfa að skipta um skóla. Stærðfræðikennari nokkur kenndi mér um x og f(x) og líkti því við hakkavél. Í vélina færi x og út kæmi f(x). Ég líki bekkjunum í MR við hakkavél. T.d.: í vélina fer 4.bekkingur og út kemur 5.bekkingur. Þetta er þó ekki algilt. Stundum stíflast vélin þegar nemanda er troðið í hana. 4.bekking er troðið í vélina, hún stíflast og gangtruflanir heyrast. Hún stíflast ekki endilega vegna þess að nemandinn sé feitur, sjaldnast er það ástæðan. Ástæðan fyrir stíflun er oftast sú að nemandi er ekki nógu duglegur að læra. Einnig getur heimska átt hlut að máli en það er fátítt. Ef 4.bekkingur er duglegur að læra ætti hann að renna örugglega gegnum vélina og koma jafnvel út sem gourmet 5.bekkjarhakk, þ.e. 5.bekkjarnemandi.

Þetta er fáránleg líking.