laugardagur, 3. júlí 2004

Vinnustaðagrínarar

Á bækistöðinni þar sem ég vinn eru tveir menn sem sumir myndu kalla einfeldninga. Þeir eru alltaf með mér í hádegismat og bregða þá gjarnan á leik. Um daginn sagði annar þeirra við einn strákinn á bækistöðinni: "Ég vildi að þú værir bróðir minn því þú ert með bílpróf. Þá gætirðu keyrt mig hvert sem er. Svo gætum við farið saman að kaupa geisladiska og skoðað frímerkin mín". Hann sagði líka: "Þú ert svo gáfaður að vera með bílpróf."

Þessi ummæli vöktu lukku. Þessir menn vekja gjarnan lukku.