sunnudagur, 10. október 2004

Af gefnu tilefni bið ég fólk að gera athugasemdir undir nafni. Það er voðalega auðvelt að skýla sér í nafnleysinu og vaða uppi með þvælu eins og eitthvað lið kaus að gera þegar ég skrifaði um verkfallið um daginn. Frekar lélegt að leiðrétta það sem rétt er og allt auðvitað nafnlaust.

Fólk kaus þetta verkfall yfir sig með því að kjósa enn eina ferðina Davíð og félaga. Ríkið á að fara að koma með peningana til að leysa deiluna. Þetta er fáránlegt, svona langt verkfall í dag á Íslandi, "velmegunarríkinu". Tóm er fyrir skattalækkanir blablabla. Ekki man ég hvað var síðasta góða verk þessarar stjórnar, kannski að ráða Jón Steinar eða henda Kristni úr þingnefndum. Vafasamt.

Ekki er ólíklegt að George Bush verði aftur kosinn Bandaríkjaforseti. Oft heyrist að bera skuli virðingu fyrir öllum skoðunum. Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir þeim sem hyggjast kjósa Bush. Hann hefur sýnt svo ekki verður um villst að hann er grasasni. Er meirihluti Bandaríkjamanna virkilega svo heimskur að hann kjósi manninn í annað sinn? Vona ekki.