miðvikudagur, 6. október 2004

Draumaflæði

Upp á síðkastið hefur mig dreymt næstum aðra hverja nótt. Rosalegt. Eina nóttina var ég uppi í sveit og sá kettling stökkva á lamb, læsa í það klónum og drepa það síðan með miklu hvæsi. Síðan var fíflinu lógað.

Í nótt dreymdi mig að ég lenti í matarboði með stærðfræðikennaranum. Var ég afar kumpánlegur og taldi alveg gefið að það ætti eftir að skila mikið bættri kennaraeinkunn. Sjálfsblekking þar á ferð.