sunnudagur, 21. janúar 2007

Pyndingar eða pyntingar?

Í íslensku er leyfilegt að rita og segja hvort heldur sem er pyndingar eða pyntingar. Þessu verð ég að mótmæla, annar rithátturinn (og talmálshátturinn) er gjörsamlega út í hött og lýsir verknaðinum þúsund sinnum verr heldur en hinn.

Pyndingar hljómar eins og væmnir belgískir konfektmolar en pyntingar lýsir hins vegar hugtakinu afar vel vegna þess að þar er hart t til áherslu. Með öðrum orðum er asnalegt að leyfa yfirhöfuð orðómyndina pyndingar.

Í ensku er orðið líka mjög lýsandi, "torture", inniheldur meira að segja tvö t til áhersluauka. Hversu asnalegt væri að segja "dordure"? Hver tæki mark á því?


"Dordure"?