þriðjudagur, 30. janúar 2007

Vanmat á báða bóga?

Nú heyrist í íslenskum fjölmiðlum og jafnvel einnig sums staðar á götum úti að Íslendingar hafi verið heppnir með andstæðinga í átta liða úrslitum, Dani. Danskir fjölmiðlar lýsa því hins vegar yfir að það séu Danir sem hafi verið heppnir með andstæðinga. Báðar fullyrðingarnar gætu svosum verið réttar, hallast samt frekar að því að báðar séu rangar.

Gallinn er sá að Íslendingar vita ekkert um spilamennsku Dana á mótinu annað en úrslit úr leikjum þeirra (gætu reyndar einnig hafa lesið umfjöllun um leiki Dana e-s staðar, það er bara alls ekki það sama og að horfa) því engir leikir þeirra hafa verið sýndir hér í Sjónvarpinu. Það sama má segja um Dani, þeir hafa ekki séð leiki Íslendinga í keppninni og hafa því ekki efni á slíkum yfirlýsingum.

Spá: Algjörlega ómögulegt að spá á hlutlausan hátt. Líklegt þó að leikurinn verði spennandi.