þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Framandi matargerð eða ólögleg loðnubræðsla

Leigjendur af erlendu bergi brotnir hafa hreiðrað um sig í kjallaraíbúð hússins fyrir fáeinum mánuðum. Undanfarnar vikur hefur gosið upp heiftarleg matargerðarlykt úr þeirri íbúð vikulega eða oftar. Lyktin er gríðarlega framandi, með kæstu ívafi og gjarnan keim af fúlum fiski.

Annar möguleiki sem mér hefur dottið í hug er að fólkið sé með ólöglegan rekstur, kannski loðnubræðslu eða aðra lyktsterka framleiðslu þarna niðri. En svo er spurningin hvað á að gera í svona málum. Kalla til heilbrigðiseftirlitið? Láta yfirvöld einangra kjallaraíbúðina? Eða bara banka upp á og lýsa frati á framandi matargerðina?