miðvikudagur, 14. nóvember 2007

Lús í spilum

Þegar ég var yngri spilaði ég oft við ömmu. Ég var oft látinn stokka eins og gengur og gerist en stokkaði iðulega of mikið að hennar mati. Þá fleygði hún oftast fram frasanum:

"Stokkaðu nú ekki lús í spilin, drengur!"

Í gamla daga hefur sjálfsagt oft komið fyrir að spilastokkarnir væru lúsugir eftir að einhver hafði stokkað þá of lengi. Ekki ósvipað og þegar líf kviknar í mjölinu og svona. En þetta er góður frasi og mætti yfirfæra hann á fleiri hluti, til dæmis:

  • Við uppvask þegar vaskari virðist ætla að vaska pottinn of vel upp: "Vaskaðu nú ekki lús í pottinn!"
  • Við grillið þegar grillarinn virðist í þann mund að brenna borgarana: "Grillaðu nú ekki lús í borgarana!"
  • o.s.frv.