fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Rannsókn: Varasamt að neyta málningar

Vísindamenn í Bretlandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að varasamt sé að neyta málningar út á morgunkorn. Rannsóknin var gerð þannig að tveir 50 manna hópar með jöfnu hlutfalli kynja milli 20-30 ára voru skoðaðir. Annar hópurinn setti mjólk út á morgunkorn sitt í einn mánuð en hinn setti gula málningu. Ekki var unnt að greina verulegar breytingar á heilsu fyrri hópsins en þeir sem notuðu málninguna virtust verða varir við ýmsar aukaverkanir, t.d. höfuðverk, slappleika og dauða.

Niðurstaðan þótti mjög áhugaverð og tilefni til frekari rannsókna í þessum efnum.

Að gera rannsóknir á augljósum hlutum virðist vera það nýjasta, sbr. mbl.is:
"Rannsókn: Orkudrykkir hækka blóðþrýstinginn"