föstudagur, 6. júní 2008

EM í fótbolta - spá

EM hefst á morgun með tveimur leikjum. Eftirfarandi er spá mín um framgang mótsins og úrslit.

Riðlakeppni (lið sem fara áfram í 8-liða úrslit feitletruð):
A-riðill
Sviss
Tékkland
Portúgal
Tyrkland

B-riðill
Austurríki
Króatía
Þýskaland
Pólland

C-riðill
Holland
Ítalía
Rúmenía
Frakkland

D-riðill
Grikkland
Svíþjóð
Spánn
Rússland

Meistarar:
Spánverjar.
Markakóngur:
Ruud van Nistelrooy.

"Spánverjum gengur alltaf illa á stórmótum" er tugga sem hefur margoft heyrst. Þeir hafa samt orðið Evrópumeistarar, það er bara mjög langt síðan. Það sem ég held að sé Spánverjum til tekna nú, frekar en áður er að talsvert fleiri leikmenn spila utan Spánar en á undanförnum stórmótum.

Ég ætla að halda með Spánverjum í þetta skiptið, kannski aðallega vegna þess að Liverpool á flesta fulltrúa þar. Spáin er því blönduð óskhyggju, eins og oft gildir um slíkar spár.