þriðjudagur, 12. desember 2006

Forgangsröðun frétta

Fyrsta frétt aðalfréttatíma Sjónvarpsins í kvöld var að síðasti geirfuglinn væri stórskemmdur eftir vatnstjón á Náttúrugripastofnun. Það kalla ég aumkunarlega ómerkilega frétt miðað við næstsíðustu frétt fréttatímans - Haus frægustu kindar Íslandssögunnar fundinn -

Ég sé fyrir mér hraðspólaðar svarhvítar myndir af bandvitlausum gömlum sveitadurgum hlaupandi um suðurland, dettandi hver um annan þveran og skjótandi af byssum eitthvað út í loftið, blótandi rollunni. Stórkostlega íslenskt.