fimmtudagur, 21. desember 2006

Örkin hans Nóa

Vatnavextir um allt land. Menn og dýr í hættu. Hvar er Nói á Örkinni þegar á þarf að halda? Sé hann alveg fyrir mér siglandi upp Ölfusána, segja við hesta sem standa blautir og hraktir á einbreiðri brú sem stendur upp úr vatnselgnum: "Pollrólegir, Nói frændi kemur til bjargar".