Framboð siðblindra?
Það er spurning hvort siðblindir ættu ekki að fara í sérframboð til Alþingiskosninga. Þá þyrfti ekki til nema smávegis klofning út úr nokkrum flokkum og þessi líka dýrindis listi væri sprottinn fram fullskapaður.Það má jafnvel hugsa sér að slíkur listi næði mönnum á þing. Væri það ekki bara gott fyrir lýðræðið? Þurfa ekki siðblindir sína rödd á þingi eins og aðrir?
Enn betra: Flokkarnir gætu sett reglur um siðblindrakvóta á listum sínum. Siðblindir verða að hafa t.d. 1/5 sæta á listanum og ef þeir ná ekki settum árangri í prófkjörum skulu þeir færðir ofar.
|